Við berum virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum. Við viljum að þú sért
upplýst(ur) um það með einföldum hætti hvernig og af hverju við söfnum, notum, og
varðveitum persónuupplýsingar um þig og hvaða réttindi þú hefur gagnvart okkur.
Í persónuverndaryfirlýsingu okkar svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvenær og hvers vegna söfnum við upplýsingum um þig?
2. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?
3. Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?
4. Hver lengi varðveitum við upplýsingarnar?
5. þín réttindi gagnvart okkur?
6. Mun þessi persónuverndarstefna breytast?
Hvenær og hvers vegna söfnum við upplýsingum um þig?
Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Ólíkum
persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú sért sjálf/ur í
viðskiptum við félagið eða hvort þú komir fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við
félagið, t.d. birgja. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að við getum veitt þá
þjónustu sem óskað hefur verið eftir.
Þegar þú ert í viðskiptum hjá okkur söfnum við og höldum utan um upplýsingar sem
tengjast viðskiptasögu þinni hjá okkur. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að veita
þér yfirsýn yfir viðskipti þín við okkur og til þess að við getum boðið þér persónulegri
þjónustu.
Þegar þú vilt vera í tengslum við okkur og fá upplýsingar (s.s. fréttabréf, markpósta og
tilboðsbæklinga) frá okkur með reglubundnu millibili ert þú beðinn um að veita okkur
nauðsynlegar upplýsingar. Þetta er háð þínu vali.
Stundum býðst þér að veita okkur, með valkvæðum hætti, viðbótarupplýsingar um þig.
Þetta eru upplýsingar sem við óskum eftir því við teljum þær geta hjálpað okkur að veita
þér betri þjónustu. Þú þarft aldrei að veita slíkar upplýsingar nema þú kjósir það.
Þegar þú notar vefviðmót okkar söfnum við jafnframt persónuupplýsingum með
vefkökum (e. cookies), IP-tölum og öðrum upplýsingum tengdum tækinu sem þú notar
(s.s. gerð vélbúnaðar, útgáfu stýrikerfis o.þ.h.). Þú getur valið hvort þú kýst að gefa
okkur þessar upplýsingar
Þegar þú skilar til okkar notuðu tæki vegna endursölu, eyðingar eða tæki sem þú hefur
haft að láni í skamman tíma getur verið að þú hafir skilið eftir í tækinu
persónuupplýsingar.
Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?
Við deilum upplýsingum einungis með þriðju aðilum skv. vinnslusamningi þar sem
kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um
annað. Komi upp aðstæður þar sem grunur er um sviksamlega eða ólögmæta háttsemi
munum við deila með viðeigandi aðilum persónuupplýsingum sem þýðingu kunna að
hafa í þeim tilgangi að vernda hagsmuni okkar, hagsmuni þína og/eða hagsmuni
viðskiptavina okkar.
Komi til þess að við sameinumst öðru félagi og/eða erum yfirtekin af öðrum eigendum
þá kunna upplýsingarnar að flytjast yfir til nýs félags.
Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?
Persónuupplýsingar eru geymdar í viðurkenndum aðgangstýrðum tölvukerfum þar sem
passað er upp á að einungis þeir sem þurfa að hafa aðgang að gögnum hafi. Hultin ehf
tryggir að allar almennar varnir tölvukerfa séu til staðar, þær uppfærðar og vaktaðar
reglulega.
Allur tölvubúnaður sem kemur að geymslu persónuupplýsinga er frá viðurkenndum
birgjum, hann er vaktaður og uppfærður reglulega.
Við fylgjum sérstökum verkferli og notum viðurkenndan hugbúnað til að eyða öllum
gögnum og persónuupplýsingum úr notuðum tækjum sem okkur eru afhent til endursölu
eða eyðingar sem og tækjum sem viðskiptavinir hafa haft að láni. Við bendum þér á að
þú getur ávallt tryggt öryggi þinna upplýsinga með því að eyða þeim úr tækjum áður en
þau eru afhent til okkar.
Keypt er þjónusta frá viðurkenndu öryggisfyrirtæki sem sér um reglulega ytri
veikleikaskönnun á öllum ytri þjónustum í rekstri hjá Hultin ehf.
Hver lengi varðveitum við upplýsingarnar?
Við munum varðveita viðskiptasögu þína í allt að 4 ár nema lög krefjist eða leyfi lengri
varðveislutíma. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu
þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.
Þín réttindi gagnvart okkur?
Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar
eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig. Þú hefur einnig rétt á því að
uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar, óska eftir leiðréttingum eða að
upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær.
Að sama skapi getur þú óskað eftir því að fá upplýsingar um þig afhentar en til þess
þarftu að fylla út þetta eyðublað.
Vakni upp spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndaryfirlýsingu þessa
eða vinnslu okkar, eða ef þú vilt kvarta yfir mögulegu broti á persónuverndarlögum
skaltu hafa samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á netfangið
hugo@hultin.is. Við munum leggja allt kapp við að bregðast við svo fljótt sem auðið er.
Þú hefur einnig alltaf rétt á því að beina kvörtun þinni til Persónuverndar í samræmi við
gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nú lög nr. 90/2018.
Mun þessi persónuverndarstefna breytast?
Persónuverndarstefna þessi kann að breytast með tímanum, t.d. vegna breytinga á
lögum og reglum eða opinberum kröfum gagnvart okkur og meðhöndlun
persónuupplýsinga. Við hvetjum þig því til þess að fylgjast reglulega með uppfærslum,
en þær birtum við á vefsíðu okkar.
Hultin ehf er sprotafyrirtæki sem Hugo Hultin rekur. Hugo kemur frá litlum bæ í Norður-Svíþjóð, umvafinn þykkum greniskógi. Í gegnum árin hefur skógurinn mótað líf hans, eins á óhlutbundinn hátt fór hann til Íslands. Nú er komið að því að Hugo, og Hultin ehf, fari með skóginn sinn til Íslands.