Markmið fyrirtækisins er að stuðla að sköpun með því að skila bæði gæðum og magni til
viðskiptavina okkar. Það er dýrt að skapa, en það þarf ekki að vera óþarflega dýrt. Þess vegna er
það stefna félagsins að verðleggja aldrei meira en það sem við teljum að þurfi til að stuðla að
sjálfbærni félagsins sem og viðskiptavina.
Fyrirtækið var stofnað í desember 2021, sala á timbri hófst í apríl 2023. Félagið er í eigu Hugo
Hultin sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Hafrafellstungu, Öxarfirði. Hugo er sænskur að uppruna
og hefur frá barnæsku haft brennandi áhuga á skógi en það var ekki fyrr en hann fluttist til
Íslands sem áhuginn varð að einhverju stærra en ”bara” áhugamál.
Hugo er landbúnaðarhagfræðingur að mennt og hefur starfsreynslu af slíku.
Fyrir frekari fyrirspurnir er alltaf hægt að hafa samband og við tökum glöð á mót þér!
Hultin ehf er sprotafyrirtæki sem Hugo Hultin rekur. Hugo kemur frá litlum bæ í Norður-Svíþjóð, umvafinn þykkum greniskógi. Í gegnum árin hefur skógurinn mótað líf hans, eins á óhlutbundinn hátt fór hann til Íslands. Nú er komið að því að Hugo, og Hultin ehf, fari með skóginn sinn til Íslands.