Sendingarkostnaður smávöru(skrúfur, festingar o.fl.) sem keyptar eru í gegnum vefsíðuna ræðst
af verðskrá Íslandspósts.
Flutningur á timburvöru getur verið breytilegur og ræðst af afhendingarstað og
afhendingarmáta. Að jafnaði er flutningskostnaðurinn ekki hærri en 30.000ISK nema í
undantekningartilfellum.
Afhendingartíminn ræðst töluvert af því hvenær gámurinn er ásættanlega fullur. Gera má ráð
fyrir 2-5 vikna afhendingartíma frá því að pöntun er staðfest.
Já, birgjar okkar í Svíþjóð eru með gott framboð af flestum viðartegundum. Hafðu samband og
við finnum örugglega það sem þú leitar að. Athugaðu þó að við erum ekki með lausasölu á
timbri og lágmarkspöntun því aldrei undir 3 rúmmetrum.
Allt timbur sem Hultin ehf hefur til endursölu er ræktað og framleitt í Svíþjóð. Gagnvarni
viðurinn á rætur að rækja til Norður-Svíþjóðar og ómeðhöndlaði viðurinn er ýmist frá norður
eða suðurhluta landsins.
Þegar búið er að móttaka og vinna úr pöntuninni verður sendur tölvupóstur því til staðfestingar.
Hefur staðfestingarpóstur ekki borist að 2-3 virkum dögum liðnum skaltu endilega hafa
samband.
Sendu okkur tölvupóst og við leysum málið.
Tjón sem verður á vöru í flutningi þarf að skrá og tilkynna skriflega með myndum og nánari
lýsingum. Hafa ber í huga að erfitt er að fyrirbyggja minniháttar skemmdir/útlitsgalla í flutningi
og því er alltaf fastur fjögurra planka afsláttur.
Hultin ehf er sprotafyrirtæki sem Hugo Hultin rekur. Hugo kemur frá litlum bæ í Norður-Svíþjóð, umvafinn þykkum greniskógi. Í gegnum árin hefur skógurinn mótað líf hans, eins á óhlutbundinn hátt fór hann til Íslands. Nú er komið að því að Hugo, og Hultin ehf, fari með skóginn sinn til Íslands.