Joma er með höfuðstöðvar og verksmiðju í Målskog rétt utan við Gnosjö, framsækið svæði með
öflugt viðskiptalíf sem einkennist helst af frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Öll þróun og
framleiðsla fer fram í hinni 17.000 m2 stóru, nútímalegu og að mestu sjálfvirku verksmiðju í
miðju Gnosjösvæðinu. Joma hefur til margra ára verið leiðandi á Evrópumarkaði með sína
framleiðslu á festingum.
Verksmiðja Jowema er staðsett í Anderstorp í Svíþjóð. Þar eru framleiddar vírafurður ætlaðar
byggingariðnaði sem og landbúnaði. Markmið fyrirtækisins er að standa skil á gæðaafurðum
sem mæta kröfum viðskiptavina sem og náttúrunnar. Vörur Jowema eru þekktar fyrir gæði á
Norðurlöndunum og einnig á Íslandi.
Fyrirtækið er ein stærsta timburvinnsla Svíþjóðar og framleiðir allt frá þiljum, panel, gólfefnum
til burðarvirkis og gagnvörðu timbri. Fyrirtækið er með eina nútímalegustu
gegndreypingaraðstöðu Evrópu með 150.000 m3 afkastagetu. Fullkomlega sjálfvirk aðstaða sem
gengur allan sólarhringinn sjö daga vikunnar. Hráefnið í afurðir þeirra er allt upprunamerkt í
Svíþjóð og því hægt að tryggja gæði og afhendingaráreiðanleika hvað eftir annað.
Fyrås Trä er virt fyrirtæki innan Evrópu á sviði stauraframleiðslu og gegndreypingu. Þeir
meðhöndla vandlega sérvalið harðgert Norrlandsfuru efni og bæta það enn frekar gæðum með
frekari vinnslu og gegndreypingu.
Västsvensk Byggskruv AB er eitt af leiðandi vörumerkjum fyrir skrúfur í Svíþjóð. Markmið VSB er
að veita vörur í hæsta gæðaflokki á markaðnum með mikilli stundvísi hvað afhendingu varðar.
Þeir vinna stöðugt að vöruþróun og gæðaeftirfylgni með tímaminnkandi sem og vinnu sparandi
nýjungum að markmiði. Tölfræðileg gögn staðfesta það gjarnan. Árið 2023 barst fyrirtækinu
ekki ein einusta kvörtun vegna vöru, ekki ein einasta.
Hultin ehf er sprotafyrirtæki sem Hugo Hultin rekur. Hugo kemur frá litlum bæ í Norður-Svíþjóð, umvafinn þykkum greniskógi. Í gegnum árin hefur skógurinn mótað líf hans, eins á óhlutbundinn hátt fór hann til Íslands. Nú er komið að því að Hugo, og Hultin ehf, fari með skóginn sinn til Íslands.